Ég ætla að fara yfir fáein praktísk atriði varðandi ferðina sem verður á morgun.

 

Hlutir sem þarf að taka með:

Dína (ef tvíbreiða dínu á um að ræða þá þarf að hafa einhvern með sér á dínunni)

Svefnpoki/sæng og koddi

Tannburti og tannkrem

Föt til skiptana (þetta eru 2 nætur svo það þarf ekki allan fataskápinn 🙂 )

Sundföt og handklæði (það verður sundpartí á föstudeginum í frjálsa tímanum. Síðan er gott að geta stokkið í sturtu síðar um helgina)

Góðan útifatnað (munum vera gangandi milli bygginga svo að úlpa, húfa og vetlingar eru snilld)

Snyrtidót (svitalyktareyðir, ilmvatn o.s.fv.)

Einnig ef stelpurnar halda að þær séu að byrja á blæðingum þá er gott að hafa viðeigandi vörur með.

 

Það er mæting kl. 16:00 upp í Digraneskirkju. Rúturnar fara stundvíslega 16:30.

 

Ég vil brýna fyrir ykkur að orkudrykkir eru ekki leyfðir á mótinu og verða gerðir uppteknir. Einnig er allt tóbak og vímuefni bannað. Ef brotið er á tóbaks og vímuefnareglum þá á þáttakandi á hættu á að vera sendur heim á sinn eigin kostnað.

 

Í lokin vil ég biðja ykkur um að koma með góða skapið og skemmta ykkur vel um helgina, kynnast fullt af krkkum og vera áfram þessir æðislegu einstaklingar sem þið eruð.

Sjáumst á morgun,

Kv. Hjörtur

24. október 2013 - 19:07

Hjörtur Freyr Sæland