Sunnudaginn 3. nóvember er mikið um dýrðir í Digraneskirkju.

Við hefjum daginn með því að messa klukkan 11 og sunnudagaskólinn er á sama tíma í kapellu á neðri hæð.
Kvennakór Kópavogs undir stjórn Gróu Hreinsdóttur sér um messusönginn og þær munu skreyta messuna með söng úr sinni efnisskrá.

Skírn verður klukkan 12:30 í kirkjunni og fermingarfræðslan er klukkan 13 í kapellu á neðri hæð.
Foreldrum er meira en velkomið að taka þátt í fermingarfræðslunni.
Fermingarbörnin munu taka við söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar en þau munu ganga í hús og safna í baukana alla vikuna.
Síðan skila þau baukunum í messunni 10. nóvember.

Tónleikar Digraneskirkju og Kvennakórs Kópavogs – Hönd í hönd – hefst klukkan 16.  Aðgangseyrir er kr. 2.500 og rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.

Myndin sem fylgir þessari frétt er tekin í Mótorhjólamessunni 2013 en þá söng Kvennakór Kópavogs bakraddir í Kántrí söng sem var thema þessa árs í Mótorhjólamessunni.
Þær eru líka sérstaklega Kántrí/sveita- legar í lopapeysunum 🙂  Það féll sérlega vel að tilefninu.

Söngur í messunni klukkan 11 í upphafi vetrar er eftirfarandi:
482 Enn einu sinni úti’ er sumartíð
727 Er hjartað nístir hryggðin sár
201 Sælir þeir, er sárt til finna

Kórinn syngur auk þess: Wade in the water + Motherless child
Undir atarisgöngu syngur kórinn:  I’ve got peace like a river + Kumbayah

Lokasálmurinn er 549 Hvar sem ég er

29. október 2013 - 13:56

Sr. Gunnar Sigurjónsson