Hin árlega mótorhjólamessa verður haldin að venju á annan hvítasunnudag klukkan 20. Annar í hvítasunnu er 9. júní þetta árið.
Tónleikar verða fyrir messuna klukkan 19. Þar verður bæði Kántrí og Rokk&Ról.

  • 19:00 – Tónleikar í Digraneskirkju. Kántrí og Rokk&Rók
  • 20:00 – Mótorhjólamessa

Mótorhjólamessan er messa, svo það sé ekkert misskilið, með öllum messuliðum en tónlistin og framsetning messunnar er mjög óhefðbundin svo hún er ekki fyrir litúrgískt viðkvæma 🙂   Þau sem eru að leita að slíku, ættu frekar að fara annað.

Mótorhjólafólk kemur víða að og kirkjan fyllist af leður og goretex klæddu fólki sem kemur á mótorhjólum sínum.
Bílar eru ekkert sérstaklega velkomnir en þau sem koma á bílum eru beðin að leggja sem lengst í burtu frá kirkjunni og alls ekki á efra planið sem fyrirsjáanlega mun fyllast af mótorhjólum.

Rokkband Matta Sax og kántríhljómsveitin Vinir Axels ásamt Magnúsi Kjartanssyni munu annast tónlistarflutning.
Sr. Gunnar leiðir messuna að venju. Þetta er áttunda árið sem mótorhjólamessan er haldin og hún nýtur sífellt meiri vinsælda hjá mótorhjólafólki.  Fjöldi mótorhjólaklúbba aðstoða við framkvæmd hennar og hefur messan í raun orðið að árvissum viðburði í mótorhjólaheiminum, óháð trúarlegri afstöðu þátttakenda.

Í tilefni Mótorhjólamessunnar býður Grillhúsið (Tryggvagötur, Sprengisandi og Kringlunni) upp á hamborgarann „Kraftaklerkur“. Andvirði hans rennur til Grensásdeildar Landspítalans.  Mörg okkar sem ökum mótorhjólum höfum því miður þurft að nýta okkur þjónustu Grensásdeildar eða þekkjum til fólks sem þar hefur komist til heilsu aftur eftir slys.  Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, jafna framlagið svo að með því að kaupa „Kraftaklerkinn“ leggur þú tvöfalt til málefnisins.  Ekki ónýtt það 🙂

Vöfflusala er í Digraneskirkju og rennur andvirði þess til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Gospelkór Ástjarnarkirkju ásamt Áslaugu Helgu og hljómsveit, sjá um Rokk & Ról

Rokkband Matta Sax skipa:

  • Matthías V. Baldursson – Kórstjórn og píanó
  • Friðrik Karlsson – gítar
  • Davíð Sigurgeirsson – gítar
  • Friðþjófur Ísfeld – bassi
  • Þorbergur Ólafsson – trommur

Kántríhljómsveitina Vinir Axels skipa:

  • Axel Ómarsson – söngur og Gítar
  • Magnús Kjartansson – Píanó
  • Sigurgeir Sigmundsson – Steel pedal og gítar
  • Ómar Axelsson – Bassi
  • Jónas Sturla Gíslason – Trommur
  • Magnús Axel Hansen – Gítar

27. maí 2014 - 15:02

Sr. Gunnar Sigurjónsson