Samfélagið

Safnaðarstarf fyrir fullorðna

Dagskrá alla þriðjudaga kl. 11:00 – 14:15 í Digraneskirkju. Á miðvikudögum kl. 12-13 í Hjallakirkju og fimmtudaga kl. 11:00-13.15 í Digraneskirkju.

Öllu verði er stillt í hóf. Hádegisverður og kaffi kosta 1.500 kr.

Dagskráin er fjölbreytt. Heimsóknir, samsöngur, örtónleikar, styttri og lengri ferðir, helgistundir o.fl. Prestar kirkjunnar hafa umsjón með starfinu ásamt Margréti Loftsdóttur, organistum og starfsfólki kirkjunnar. Gott samstarf er við Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimi er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11.

Kirkjubíllinn sækir fólk sem þess óskar heim að dyrum á þriðjudögum. Panta þarf far kl. 9 um morguninn. Farið kostar kr. 500 fram og til baka.

Starfsemi meðal eldra fólks í sókninni hófst þegar eftir vígslu kirkjunnar 25. september 1994.

Opið hús er alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga yfir veturinn.

Staðsetning:
Digraneskirkja og Hjallakirkja

Tímasetning:
Þriðjudagar kl. 11:00 – 14:15 – Digraneskirkja

Miðvikudagar kl. 12-13 – Hjallakirkja

Fimmtudagar kl. 11:00 – 13:15 – Digraneskirkja

Hádegisverður og kaffi:
1.500 kr.

Akstursþjónusta:
S: 554-1620
(panta á þriðjudögum kl. 9)
500 kr fram og til baka

Dagskrá þriðjudaga

Digraneskirkja

Tímasetning Dagskrá
11:00 Leikfimi ÍAK (Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi).
12:00 Hádegisverður.
12:30 Helgistund.
13:15 – 14:15 Samverustund með fræðslu, kaffi og spjalli. Fáum góðan gest í heimsókn í hverri viku. Förum í ferðir, spilum o.fl.

Dagskrá miðvikudaga

Hjallakirkja

Tímasetning Dagskrá
12:00 Bænastund
12:15 Hádegisverður
12:30 Kaffi og spjall

Dagskrá fimmtudaga

Digraneskirkja

Tímasetning Dagskrá
11:00 Leikfimi ÍAK (Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi). 
11:45 Bænastund.
12:00 Hressing.
12:15 – 13:15 Samverustund og prjónahópur.

 

Kirkjan er opin verið hjartanlega velkomin.