Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

„Aðalvélin ræst!“

Nú fer allt á fulla ferð á sunnudaginn og í framhaldi þess. Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn kl. 11 og að þessu sinni verður messan með sunnudagaskólanum í stað þess að skipta milli efri og neðri hæðar.  Allir eru saman.  Pulsur og hoppukastali. Fermingarfræðslan hefst klukkan 12:30 fyrir börn í Álfhólsskóla og Kópavogsskóla. Fermingarfræðsla hefst klukkan 14 fyrir börn í Smáraskóla. Safnaðarstarfið fer svo af stað í vikunni á eftir. 

By | 2017-08-28T17:10:44+00:00 28. ágúst 2017 17:10|

Fermingarbörn 2018

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11 Nafn Ritningarvers Adam Pálmason Morthens Lúk.11.28 Aðalsteinn René Isuls Björnsson   Árný Dögg Sævarsdóttir   Ásta María Armesto Nuevo   Birgir Ari Óskarsson   Björn Hafberg Hlynsson   Breki Þór Óttarrsson   Inga Lind Jóhannsdóttir   Nökkvi Gunnarsson Jóh.11.25 Ragnheiður María Stefánsdóttir   Rebekka Ýr Arnfreysdóttir   Sturla Ingason   Þórhildur Ynja Helgadóttir   Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13:30 Nafn Ritningarvers Alexander Emil Beck   Bergdís Fjóla Pálsdóttir Ds.66.2 Björn Ingi Sigurðsson Lúk.18.27 Brynhildur Katrín Hrafnkelsdóttir   Dagbjört Hildur Pálsdóttir Ds.31.25 Elfa Björg Óskarsdóttir Róm.12.15 Elísa Guðjónsdóttir Jóh. [...]

By | 2017-09-21T17:59:52+00:00 15. ágúst 2017 12:14|

Skráning fermingarbarna 2018

Skráning fermingarbarna vegna ferminga á Pálmasunnudag (25. mars), Skírdag (29. mars)  2018 er hafin. Skráning er hér Áætlað er, samkvæmt venju, að börn í Kópavogsskóla og Álfhólsskóla fermist á Pálmasunnudag, börn úr Smáraskóla fermist á Skírdag. Athafnirnar eru kl. 11 og 13:30 báða dagana. 

By | 2017-08-28T17:04:31+00:00 26. júlí 2017 12:29|

Sameiginleg barnahátíð að sumri í Digraneskirkju 16. júlí kl. 11:00

Í DIGRANESKIRKJU , 16. júlí kl. 11:00 Helgistund í upphafi þar sem lítil stúlka verður skírð. Að því loknu sýna Brúðuheimar leiksýninguna íslenski fíllinn. Um er að ræða afar vandaða fjölskyldusýningu sem fjallar um munaðarlausan fílsunga sem flýr þurrkana í Afríku og heldur til Íslands í leit að betri samastað. Sýningin var tilnefnd til Grímunnar sem besta barnasýning ársins. Börn á öllum aldri velkomin.     Þjóðkirkjusöfnuðirnir í Kópavogi  

By | 2017-07-14T16:31:38+00:00 14. júlí 2017 16:30|

Mótorhjólamessan 5. júní

Mótorhjólamessan er stórviðburður í Digraneskirkju. Tónleikarnir eru klukkan 19 og messan sjálf klukkan 20. Vöfflusala fer fram á vegum Grindjána til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Messan er ekki hefðbundin og ekki fyrir "litúrgískt" viðkvæma :) 

By | 2017-05-18T12:00:30+00:00 18. maí 2017 11:58|

Bílamessan í Digraneskirkju á Uppstigningardag

Hin árlega bílamessa Digraneskirkju er á Uppstigningardegi, kirkjudegi aldraðra (bíla) klukkan 20 í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Bílunum verður stillt upp til sýnis á efra bílaplani kirkjunnar og svo er kaffi og veitingar á vegum Fornbílaklúbbsins og Digraneskirkju á eftir messunni.  Sólveig Sigríður Einarsdóttir og Einar Clausen annast um söng og tónlist.

By | 2017-05-18T11:51:54+00:00 18. maí 2017 11:51|

Aðalsafnaðarfundur Digranesprestakalls 4. júní 2017 klukkan 14

Aðalsafnaðarfundur Digranesprestakalls verður haldinn á Hvítasunnudag, 4. júní 2017 klukkan 14 í safnaðarsal Digraneskirkju. Dagskrá: Öll venjuleg aðalfundarstörf eins og þeirra er getið í reglum. Kjör í kjörnefnd prestakallsins, en kjörnefnd er kjörin á aðalsafnaðarfundi til 4 ára í senn (sbr. 7. gr Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta). Kjörnir verða 19 aðalmenn og 11 til vara, samtals 30 manns. Starfsreglur um sóknarnefndir má lesa hér! Starfreglur um kosningu biskups og vígslubiskupa. Sjá hér!  

By | 2017-05-09T12:52:40+00:00 4. maí 2017 17:15|

Sunnudagaskóli og tónlistarmessa sunnudaginn 7. maí kl. 11

Tónlistarmessa þar sem Kór Digraneskirkju fer á kostum verður kl. 11  sunnudaginn 7. maí. Kórinn mun syngja sína fegurstu sálma og lög. Kórstjórinn og organistinn Sólveig Sigríður Einarsdóttir lofar yndislegri guðsþjónustu. Við hvetjum alla sem unna góðum söng að koma og hlusta. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Á neðri hæðinni er sunnudagaskóli að venju undir styrkri stjórn Hugrúnar, Söru og Elíne. Eftir messu njótum við þess að snæða hádegisverð í safnaðarsalnum  og eiga gott og gefandi samfélag.

By | 2017-05-09T12:51:51+00:00 3. maí 2017 10:19|