Eldri borgarar vor 2017

Þú ert hér: ://Eldri borgarar vor 2017
Eldri borgarar vor 2017 2017-01-30T10:37:53+00:00

Í kaffi á Árbæjarsafni í einni af ferðum okkar.

Safnaðarstarf eldri borgara í Digraneskirkju

Dagskrá alla þriðjudaga kl. 11.50 til 15.00

Öllu verði er stillt í hóf – hádegisverður og kaffi kr. 1000-

Við minnum á akstursþjónustu Digranessafnaðar sími 5541620. Pöntun á þriðjudögum kl. 09.

 

Safnaðarstarfið 2017

Dagskráin er fjölbreytt. Heimsóknir, samsöngur, örtónleikar, styttri og lengri ferðir auk helgistunda er brot af því sem gert verður fram á vor. Sr. Magnús Björn Björnsson hefur umsjón með starfinu auk Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Gott samstarf er við ÍAK og hefur margt skemmtilegt verið gert í sameiningu. Leikfimin er einnig hafin og er kl. 11 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Starfsemi meðal eldri borgara í sókninni hófst þegar eftir vígslu kirkjunnar 25. september 1994.

Opið hús er alla þriðjudaga yfir veturinn frá kl. 11 og fram eftir degi.

Dagskrá þriðjudaga:

Kl. 11 leikfimi ÍAK (Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi). Kennari Fannar Karvel Steindórsson.
Kl. 11.50 Léttur hádegisverður
Kl. 12.30 Helgistund í umsjá presta eða leikmanna. Örtónleikar í umsjá organistans.
Kl. 13.15 – 14.30 Samverustund þar sem fram fer margþætt menningarstarfsemi ýmist í umsjá hópsins eða gesta. Henni lýkur með kaffisopa.

Á fimmtudögum er einnig leikfimi kl. 11

Umsjónarmaður starfsins er Magnús Björn Björnsson, prestur.
Húsmóðir er Ólöf I. Jónsdóttir.

Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.

Heimsókn á Biskupsstofu. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir ávarpar okkur.

Í kaffi á Árbæjarsafni. F. v. Hörður, Ólöf, Margrét og Anna Regína.

Pappírslist1 Á Gerðarsafni3