Skráning í fermingarfræðslu

Þú ert hér: ://Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í fermingar 2019 og fermingarfræðslu 2018-2019 er í gangi. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá.

Skráning í fermingar og fermingarfræðslu 

Upplýsingar til fermingarbarna og foreldra

Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2018.

Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 13. ágúst. Haustnámskeið vegna fermingarfræðslunnar heldur svo áfram daglega út vikuna, fyrir og eftir hádegi,  mánudaginn 13. ágúst til fimmtudagsins 16. ágúst.

Að auki mæta börnin einu sinni í mánuði um vetrartímann, tvo tíma í senn. Ágústnámskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður hópnum skipt upp sem hér segir:

  • Fermingarbörn úr Kópavogsskóla og Álfhólsskóla mæta kl. 9-12.
  • Fermingarbörn úr Smáraskóla mæta kl. 13-16.

Þau börn sem ekki vilja né hafa tök á að taka þátt í umræddu námskeiði í ágústmánuði munu hefja fræðsluna fljótlega eftir áramót og vinna upp það sem ágústhóparnir unnu. Upplýsingar þar um verða tilkynntar með tölvskeyti (netföng sem tilgreind eru við skráningu).  Nánari fræðsluáætlun um námskeiðið verður aðgengileg í dagskrá.

Börnin koma um það bil mánaðarlega samkvæmt dagskrá.

Fyrsti fundur með foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna er sunnudaginn 19. ágúst eftir messu.

By |2018-12-18T15:00:14+00:008. júní 2018 17:00|