Starfslýsing kirkjuvarðar.

Kirkjuverðir Digraneskirkju eru tveir sem skipta með sér fullu starfi (50%+50%).
Launakjör eru samkvæmt VR

Kirkjuverðir vinna í viku í senn að öllu jöfnu og eiga frí þá næstu.
Vinnuvika kirkjuvarðar er frá þriðjudegi fram til næsta þriðjudags þegar hinn kirkjuvörðurinn tekur við.
Vinnutími er að öllu jöfnu á þriðjudögum til fimmtudags frá 9-16.  Það getur þó verið breytilegt eftir mismunandi tímabilum og álagstímum (aðventa, jól, páskar og hvítasunna svo dæmi séu tekin)

Viðveruskylda er á þriðjudegi til fimmtudags frá 9-16. Þá annast kirkjuvörður um símavörslu.

Mánudaga og föstudaga er formlega séð lokað en þá daga geta verið útfarir sem greiddar eru aukalega.
Laugardagar þar sem sérstakar athafnir koma til (skírnir, hjónavígslur) eru einnig greiddir aukalega.

Sunnudagar eru vinnudagar kirkjuvarða þá viku sem kirkjuvörður er á vakt.

Okkur vantar kirkjuvörð 1. ágúst nk. en hugsanlegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrr eða jafnvel örlítið seinna.

Upplýsingar má fá í Digraneskirkju í síma 554 1620.

Umsóknir má senda á sóknarprest: gunnar@digraneskirkja.is eða formann sóknarnefndar:  margretl@internet.is