Líf eftir ofbeldi er þolendavænn hópur fyrir allt fólk sem lifir með afleiðingum ofbeldis.

Við hittumst í Hjallakirkju kl. 12 á föstudögum þar sem við deilum bjargráðum, styrk og von.

Markmiðið er að styrkja þolendur til að upplifa öryggi, samstöðu, vináttu og frelsi.

Umsjón: sr. Karen Lind Ólafsdóttir prestur,  MS. Stjórnun og stefnumótun sérhæfing í sáttamiðlun.

Engin þörf á skráningu en alveg sjálfsagt að senda fyrirspurnir á karen@hjallakirkja.is

Í hópnum gætum við þess að virða þagnarskyldu, við forðumst að gefa hvort öðru ráð og munum að við erum öll á mismunandi stað í bataferlinu. Enginn krafa um að þátttakendur tjái sig á fundum, og við leggjum okkur fram um að skapa öruggt umhverfi fyrir alla.

Hver fundur hefur þema sem vonandi nýtist sem verkfæri til bata.

Guð, gefðu  mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt,

og vit til að greina þar á milli.

Amen.

28. september 2021 - 13:59

Karen Lind Ólafsdóttir