Love Me Tender

Blessa Drottinn blessa þú
brúðhjónin í dag,
efl þú þeirra ást og trú
og allan þeirra hag
sönnum kærleik, sannri trú
sé þeirra hjónaást,
svo ævi þeirra öll sé byggð
á elsku´ er hvergi brást.
Hvar sem þeirra liggur leið
lífs um ævistig,
verði þeirra gata greið
og gleðin minni´ á þig.
Helga þeirra börn og bú
og blessa þeirra hag,
já blessa Drottinn, blessa þú
brúðhjónin í dag.

Sr. Sigurður H. Guðmundsson