When I Fall In Love

Einni þér ég ann.

Eilíflega gefinn.

Enga aðra elska kann.

Hverful veröldin

er hissa

Þegar ástin sinn farveginn fær.

Dropar daggar

dagmál kyssa.

Morgunsól heimi kærleika ljær.

Eftirvænting mín

eins og döggin morguns

kyssir sérhvert krónublað.

Líkt og blóm sem kossins bíður

þá birtir um dag,

Bíð ég þín hvert sólarlag.

Sr. Gunnar Sigurjónsson