From this moment

Upp frá þessu
á ég nýtt líf.
Upp frá þessu
þú ert mín hlíf.
Gjöf hvors annars
og gefin í trú.
Upp frá þessu nú.

Upp frá þessu
bæn mín er sú
brúðkaupsdagsins
að hamingju nú.
Eigum við nú
í ást, von og trú.
Upp frá þessu nú.

Ég gef þér líf mitt allt við heilög heit,
því hamingju ég fann er þig í fyrstu leit.
Ég vil með þér eiga æviskeið
og ávallt eiga lífs á leið.

Upp frá þessu
gef ást mín’ og traust
alla virðing’
og von endalaust
í framtíð saman,
finnum í trú.
Upp frá þessu nú.

Nú við eigum upphafið sem hjón
og ekkert vinnur ástum okkar nokkurt tjón.
Sameinuð við eigum æviskeið,
og ávallt eigumst lífs á leið.

Upp frá þessu
og sérhverja stund
ég þig elska,
ég heiti þér nú
framtíð saman,
finnum í trú.
Upp frá þessu nú:
Ég þig elska,
ást mín ert þú.
Upp frá þessu nú.

Séra Gunnar Sigurjónsson.