Að nota alls ekki hrísgrjón við kirkjuna til að ausa yfir brúðhjónin.

Það skapar vanda fyrir þau ef þau eru á leið til myndatöku
(þau þurfa þá að pilla þau úr hárinu).
Smáfuglar drepast unnvörpum þegar hrísgrjónin þenjast út í maganum.

Að tala tímanlega við bæði prestinn og organistann

Þeir bera ábyrgð á athöfninni sem kirkjulegri athöfn.
Best er að hafa fund með þeim báðum áður en annað er ákveðið.

Að njóta dagsins!

  • Ljúka undirbúningi sem mest á fimmtudeginum ef athöfnin er á laugardegi.  Gera t.d. upp við organista, söngfólk, kirkjuvörð og prest.
  • Að láta prestinn bara sjá um að leiða athöfnina og hugsa ekkert um það sem kemur næst.  (Presturinn sér um það).