Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Safnaðarferð Digraneskirkju

Sunnudaginn 2. júní verður safnaðarferð í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Morgunmatur er klukkan 9 árdegis og við röðum okkur í bílana klukkan 10 og leggjum því næst af stað í Hvalfjörðinn. Hádegisverður verður snæddur í Vatnaskógi. Reiknað er með heimkomu fyrir klukkan 17.

By |2019-05-22T14:47:34+00:0022. maí 2019 14:47|

Uppstigningardagur í Digraneskirkju

Fimmtudaginn 30. maí er Uppstigningardagur.  Það er kirkjudagur aldraðra. Digraneskirkja og Hjallakirkja halda sameiginlega guðsþjónustu klukkan 14 í Digraneskirkju. Eftir messu eru veglegar veitingar í safnaðarsal Digraneskirkju.  Um kvöldið klukkan 20 höldum við kirkjudag aldraðra bíla í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. Tónlistin í þeirri guðsþjónustu er á vegum Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur og Einars Clausen, söngvara.

By |2019-05-22T14:43:19+00:0022. maí 2019 14:43|

Messa á sunnudaginn kl. 11

sr. Gunnar bæði skírir og fermir í messunni. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson.  Almennur söngur. Eftir messu verður boðið upp á hressingu á neðri hæð kirkjunnar þar sem fermingarveisla fer fram í safnaðarsalnum.

By |2019-04-26T12:36:06+00:0026. apríl 2019 12:36|

Rokkað í Digraneskirkju

Á sunnudaginn (17. febrúar) mun Matthías Baldursson (Matti sax) mæta með Gospelkór Smárakirkju. Þau sjá um tónlist og söng í messunni sem er að venju klukkan 11. sr. Gunnar Sigurjónsson messar.Sunnudagaskóli er á sama tíma í kapellu á neðri hæð.Eftir messuna er hádegisverður í safnaðarsal (kr. 500)

By |2019-02-13T16:15:32+00:0013. febrúar 2019 16:14|

Nýr prestur í Digraneskirkju

Séra Bára er í sjúkraleyfi (ökklabrotin) til 14. mars. Í stað hennar kemur séra Sigurður Kr. Sigurðsson og mun leysa hana af þar til hún kemur aftur til okkar. Hann mun njóta leiðsagnar Helgu Kolbeinsdóttur, æskulýðsfulltrúa meðan sóknarpresturinn (Gunnar Sigurjónsson) tekur sér stutt leyfi 20. febrúar til 10. mars.

By |2019-02-08T16:16:59+00:008. febrúar 2019 16:16|

Messa með Söngvinum

Á sunnudaginn klukkan 11:00 verður messa með Söngvinum, kór eldri borgara í Kópavogi. Stjórnandi kórsins er organistinn Kristján Hrannar Pálsson. sr. Gunnar Sigurjónsson messar. Eftir messuna er sameiginlegur málsverður í safnaðarsalnum. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í kapellu á neðri hæð.

By |2019-02-06T18:18:55+00:006. febrúar 2019 18:18|

Messa í sparifötunum :)

Sunnudaginn 3. febrúar kl. 11 á Bænadegi að vetri, verður Sólveig Sigríður Einarsdóttir með Kammerkór Digraneskirkju í söngstellingum í messunni. sr. Gunnar Sigurjónsson messar og Helga Kolbeinsdóttir annast um sunnudagaskólann á sama tíma með leiðtogum æskulýðsstarfsins í kapellunni á neðri hæð. Eftir messuna og sunnudagaskólann er hádegisverður að venju í safnaðarsalnum (kr. 500) Eftir það tekur við fermingarfræðsla í kapellunni á neðri hæð.

By |2019-02-01T15:42:00+00:001. febrúar 2019 15:41|