Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Kántrímessa á sunnudaginn 7. október

Sunnudaginn 7. október kl. 11 verður Kántrímessa í Digraneskirkju. Axel Ómarsson og sr. Gunnar Sigurjónsson annast um messuna sem verður með óhefðbundnu sniði. Skírt verður í messunni og eftir messu er léttur hádegisverður í safnaðarsalnum (kr. 500). 

By |2018-10-03T15:13:45+00:003. október 2018 15:08|

Viltu fá meiri ró og frið inn í hversdaginn?

  Námskeið í Digraneskirkju laugardaginn 29. september kl 10 - 15:30. Það verður haldið dags námskeið um Kyrrðarbænina í Digraneskirkju 29. september og vikuleg iðkun í framhaldinu. Námskeiðsgjald með hádegisverði er 3.000 krónur. Skráning er á barafrid@digraneskirkja.is, Sjá nánar á www.digraneskirkja.is.   Kyrrðarbæn er góð leið til innri hvíldar Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútímasamfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ungmenna sem alltaf eru „á samfélagsvaktinni“  [...]

By |2018-10-03T14:16:49+00:0026. september 2018 11:41|

Kyrrðarbæn hvað er það?

Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútímasamfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ungmenna sem alltaf eru „á vaktinni“ á samfélagsmiðlum og kunna ekki að kúpla sig út. Þetta er langvarandi álag í ofanálag við skilaboðin sem samfélagsmiðlarnir gefa. Það sem ég vildi sagt hafa er að okkur vantar meiri ró og frið inn í hversdaginn sem er uppspretta orku og blessunar. Nútíminn er að bregðast við þessum [...]

By |2018-09-23T10:19:18+00:0023. september 2018 10:19|

Rafmagnslaust í Digraneskirkju

Fimmtudaginn 20. september er rafmagnslaust í Digraneskirkju og í Hvömmum í Kópavogi. Þar með liggur bæði tölvukerfi okkar niðri og sömuleiðis símsvörun. Við verðum því gjörsamlega tengslalaus við umheiminn.  Sjá hér upplýsingar frá Veitum

By |2018-09-18T15:22:41+00:0018. september 2018 15:22|

Aðalvélin ræst

Næsta sunnudag, 2. september hefst með formlegum hætti safnaðarstarf Digraneskirkju. Þá byrjar sunnudagaskólinn og að því tilefni verður fjölskyldumessa kl. 11 með hoppukastala og pulsum eftir messu. Samskotabaukurinn er á sínum stað.   Séra Bára Friðriksdóttir og Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi sjá um messuna ásamt messuþjónum sem eru bæði fullorðið fólk og eins úr hópi fermingarbarna

By |2018-08-29T14:27:14+00:0029. ágúst 2018 14:27|

Fermingarbörn 2019

Pálmasunnudagur 14. apríl 2019 kl. 11 Fermingarbarn Minnisvers Auður Elín Gústavsdóttir Álfrún Lind Helgadóttir Baltasar Breki Rúnarsson Benedikt Bjartur Sverrisson Bjartur Bragi Ragnarsson Jóh.14.6 Bryndís Gunnlaugsdóttir Jóh.8.12 Bryndís Rósa Armesto Nuevo Brynjar Jökull Halldórsson Elín Inga Arnarsdóttir Mark.9.23 Freyja Björt Svavarsdóttir Orðskv.4.23 Gísli Kolbeinn Árnason Jóh.3.16 Guðrún Inga Þorsteinsdóttir Ds.119.105 Haukur Gunnarsson Heiðar Logi Gíslason Post.5.9 Hlynur Snær Hákonarsson Ingunn Rán Sigurðardóttir Ds.23.1 Markús Marteinn Rúnarsson Snorri Dagur Einarsson Védís Gróa Guðmundsdóttir Matt.5.8 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir Viktor Logi Halldórsson Viktoría París Sabido Þorvaldur Þorvaldsson Þóranna Vala Ingólfsdóttir Skírdagur 18. apríl 2019 kl. 11 [...]

By |2019-01-16T17:27:08+00:0025. ágúst 2018 14:19|

Dagskrá fermingarfræðslunnar hefur verið uppfærð

Komin er uppfærsla á dagskrá fermingarfræðslunnar í vetur. Hún gæti að vísu tekið smávægilegum breytingum þegar við fínstillum tímasetningar :)  Haustnámskeiðið hefst 13. ágúst og er kennt bæði fyrir hádegi (kl.9) og eftir hádegi (kl. 13) Foreldrafundur er eftir messu og hádegisverð 19. ágúst (kl. 12:30) Annars má sjá drög að dagskrá fermingarfræðslunnar með því að smella hér.

By |2018-07-31T14:58:29+00:0031. júlí 2018 14:42|

Tónleikar fimmtudagskvöldið 19. júlí klukkan 20

Flytjendur eru Fabien Fonteneau, organisti og píanisti frá Toulouse í Frakklandi og Hólmfríður Friðjónsdóttir, söngkona, söngkennari og kórstjóri, búsett í Stykkishólmi. Leiðir þeirra lágu saman sumarið 2007 í gegnum frönsk hjón sem voru á ferðlagi í Stykkishólmi og heyrðu til Hólmfríðar þar í kirkjunni og buðu henni að koma til Frakklands, þau þekktu organista sem þau vildu kynna hana fyrir. Þetta fallega tónlistarsamband hefur nú varað í 11 ár og hafa þau hittst nánast á hverju ári, í Toulouse, í Budapest og er þetta í þriðja skiptið sem Fabien kemur hingað upp, en þau hafa haldið tónleika víða um land. [...]

By |2018-07-16T12:12:30+00:0016. júlí 2018 12:10|

Nýr æskulýðsfulltrúi Digraneskirkju

 Helga Kolbeinsdóttir sótti um stöðu æskulýðsfulltrúa Digraneskirkju. Hún kynnir sig sjálf með þessum orðum: "Ég er 34ra ára menntaður guðfræðingur og fjölskylduráðgjafi. Frá unga aldri hef ég átt heimagengt í KFUM og KFUK og verið leiðtogi í barnastarfi um margra ára skeið. Mér hefur alltaf þótt sérlega gefandi að vinna með börnum og unglingum og fá að miðla til þeirra kærleiksboðskap kristinnar trúar og hef fengið fjölmörg tækfæri til þess, bæði í barnastarfi KFUM og KFUK, í sunnudagaskólastarfi og síðar í prestþjónustu, en ég starfaði sem prestur í Noregi í 3 ár. Ég hlakka til að taka við keflinu af [...]

By |2018-07-10T10:27:23+00:0010. júlí 2018 10:27|

Skráning í fermingarfræðslu

Skráning í fermingar 2019 og fermingarfræðslu 2018-2019 er í gangi. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá. Skráning í fermingar og fermingarfræðslu  Upplýsingar til fermingarbarna og foreldra Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2018. Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 13. ágúst. Haustnámskeið vegna fermingarfræðslunnar heldur svo áfram daglega út vikuna, fyrir og eftir hádegi,  mánudaginn 13. ágúst til fimmtudagsins 16. ágúst. Að auki mæta börnin einu sinni í mánuði um vetrartímann, tvo tíma í senn. Ágústnámskeiðið fer fram fyrir og eftir hádegi og verður hópnum skipt upp sem hér segir: Fermingarbörn úr Kópavogsskóla og Álfhólsskóla mæta kl. 9-12. Fermingarbörn [...]

By |2018-12-18T15:00:14+00:008. júní 2018 17:00|