Fréttir

Þú ert hér: :/Fréttir/

Það verður Kyrrðarbæn í dag kl 17:30.

Þrátt fyrir kvennafrídaginn þá höldum við okkar striki með Kyrrðarbænina í Digraneskirkju á sínum stað. Þögul bænin með ákveðinni aðferð stendur yfir í 20 mínútur og gefur endurnæringu inn í hversdaginn. Bæði karlar og konur eru velkomin í dag sem aðrar stundir en þau sem eru að mæta í Kyrrðarbæn í fyrsta sinn eru beðin um að kom kl 17:15 til undirbúnings.

By |2018-10-24T16:15:11+00:0024. október 2018 16:15|

Unglingamessa í Kópavogskirkju14. október kl. 20

Digraneskirkja, Hjallakirkja og Kópavogskirkja hafa ákveðið í sameiningu að standa fyrir mánaðarlegum unglingamessum á sunnudagskvöldum klukkan 20 Við byrjuðum í Digraneskirkju í september en svo verður næsta unglingamessa í þessu samstarfi í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. október klukkan 20.

By |2018-10-04T15:00:47+00:008. október 2018 07:51|

Viltu ræsta í Digraneskirkju?

Digraneskirkju vill ráða í ræstingu. Um er að ræða vinnu sem telur uþb 12 klukkustundir í viku og skiptist á 3 daga í samráði við kirkjuverði. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Starfið er laust frá 1. nóvember 2018. Umsóknir sendist á Heiðrúnu gjaldkera heidrunhlin@gmail.com  eða Margréti,  formann sóknarnefndar margretl@internet.is  Einnig má koma í Digraneskirkju og ræða við kirkjuvörð eða Ólöfu húsmóður að fá frekari upplýsingar og kynna sér aðstæður.

By |2018-10-07T14:52:29+00:007. október 2018 14:52|

Viltu vinna í Digraneskirkju?

Starfslýsing kirkjuvarðar. Kirkjuverðir Digraneskirkju eru tveir sem skipta með sér fullu starfi (50%+50%). Kirkjuverðir vinna í viku í senn að öllu jöfnu og eiga frí þá næstu. Vinnuvika kirkjuvarðar er frá þriðjudegi fram til næsta þriðjudags þegar hinn kirkjuvörðurinn tekur við. Vinnutími er að öllu jöfnu á þriðjudögum til fimmtudags frá 9-16.  Það getur þó verið breytilegt eftir mismunandi tímabilum og álagstímum (aðventa, jól, páskar og hvítasunna svo dæmi séu tekin) Viðveruskylda er á þriðjudegi til fimmtudags frá 10-14 á viðtalstíma prestanna. Þá annast kirkjuvörður um símavörslu. Mánudaga og föstudaga er formlega séð lokað en þá daga falla oft til [...]

By |2018-10-04T15:26:30+00:004. október 2018 15:21|

Kántrímessa á sunnudaginn 7. október

Sunnudaginn 7. október kl. 11 verður Kántrímessa í Digraneskirkju. Axel Ómarsson og sr. Gunnar Sigurjónsson annast um messuna sem verður með óhefðbundnu sniði. Skírt verður í messunni og eftir messu er léttur hádegisverður í safnaðarsalnum (kr. 500). 

By |2018-10-03T15:13:45+00:003. október 2018 15:08|

Viltu fá meiri ró og frið inn í hversdaginn?

  Námskeið í Digraneskirkju laugardaginn 29. september kl 10 - 15:30. Það verður haldið dags námskeið um Kyrrðarbænina í Digraneskirkju 29. september og vikuleg iðkun í framhaldinu. Námskeiðsgjald með hádegisverði er 3.000 krónur. Skráning er á barafrid@digraneskirkja.is, Sjá nánar á www.digraneskirkja.is.   Kyrrðarbæn er góð leið til innri hvíldar Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútímasamfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ungmenna sem alltaf eru „á samfélagsvaktinni“  [...]

By |2018-10-03T14:16:49+00:0026. september 2018 11:41|

Kyrrðarbæn hvað er það?

Við finnum okkur sjaldnast næðisstund til að hlaða batteríin í asa nútímans. Það er hverri manneskju mikilvægt til að halda jafnvægi og ferskleika. Stöðugt áreiti nútímasamfélags hlúir ekki að gömlum gildum sem rækta andann. Við erum farin að sjá áhrif þess t.d. í auknum kvíða ungmenna sem alltaf eru „á vaktinni“ á samfélagsmiðlum og kunna ekki að kúpla sig út. Þetta er langvarandi álag í ofanálag við skilaboðin sem samfélagsmiðlarnir gefa. Það sem ég vildi sagt hafa er að okkur vantar meiri ró og frið inn í hversdaginn sem er uppspretta orku og blessunar. Nútíminn er að bregðast við þessum [...]

By |2018-09-23T10:19:18+00:0023. september 2018 10:19|

Rafmagnslaust í Digraneskirkju

Fimmtudaginn 20. september er rafmagnslaust í Digraneskirkju og í Hvömmum í Kópavogi. Þar með liggur bæði tölvukerfi okkar niðri og sömuleiðis símsvörun. Við verðum því gjörsamlega tengslalaus við umheiminn.  Sjá hér upplýsingar frá Veitum

By |2018-09-18T15:22:41+00:0018. september 2018 15:22|

Aðalvélin ræst

Næsta sunnudag, 2. september hefst með formlegum hætti safnaðarstarf Digraneskirkju. Þá byrjar sunnudagaskólinn og að því tilefni verður fjölskyldumessa kl. 11 með hoppukastala og pulsum eftir messu. Samskotabaukurinn er á sínum stað.   Séra Bára Friðriksdóttir og Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi sjá um messuna ásamt messuþjónum sem eru bæði fullorðið fólk og eins úr hópi fermingarbarna

By |2018-08-29T14:27:14+00:0029. ágúst 2018 14:27|