Til foreldra fermingarbarna frá Digraneskirkju.
Nú þegar fermingarstarfið er komið í fullan gang gefst okkur tilefni til þess að ræða um fyrirkomulag fermingarfræðslunnar, fermingarbarnaferðalagið og annað.
Fermingardagar eru samkvæmt venju á Pálmasunnudag, Skírdag og annan í páskum.
Miðað er við að Kópavogsskóli og Álfhólsskóli fermist á Pálmasunnudag en Smáraskóli á Skírdag.
Annar í páskum er svo valkostur sem öllum stendur til boða.

Í anddyri kirkjunnar má sjá yfirlit yfir fermingardaga og fermingarbörn Digraneskirkju.
Vinsamlegast athugið það þegar komið er á fundinn eða eftir hann.

Fundir með foreldrum fermingarbarna eru:  Sunnudaginn 8. september kl. 16

Æskilegt er að foreldrar mæti á fundinn og mega fermingarbörnin gjarnan vera með. Það er þó ekki skilyrði.

 

Með kveðju.

sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Magnús B. Björnsson.