Vor Drottinn Jesús Kristur tók brauðið nóttina, sem hann svikinn var, gjörði þakkir og braut það og gaf sínum lærisveinum og sagði: Takið og etið, þetta er minn líkami, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu. Sömuleiðis eftir kvöldmáltíðina tók hann kaleikinn, gjörði þakkir, gaf þeim hann og sagði: Drekkið allir hér af, þetta er kaleikur hins nýja testamentis í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna, gjörið þetta, svo oft sem þér drekkið í mína minningu.