Hvað er Alfa?

Alfa er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um tilgang lífsins út frá kristnu sjónarhorni. Farið er í grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Stundum fara þátttakendur saman út úr bænum eða eyða saman laugardegi til að fá fræðslu um heilagan anda.
Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins. Hvorki eru gerðar kröfur um trúarafstöðu né heimalærdóm eða aðrar skuldbindingar gerðar til þátttakenda.

Hver samvera hefst með léttum málsverði kl. 18:00. Síðan er kennt í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Að lokum er stutt helgistund. Námskeiðinu lýkur kl. 21:00.

Á Alfa námskeiðinu gefst fólki tækifæri til að spyrja spurninga og taka þátt í skapandi umræðu um lífið og tilveruna.

Árið 2013 voru haldin 87.000 Alfa námskeið. Árið 2016 er áætlað að um 24 milljónir manna í 169 þjóðlöndum hafi farið á Alfa námskeiðið. Það hefur verið haldið á 112 mismunandi tungumálum og í öllum helstu kirkjudeildum í heimi.

Alfa námskeiðið í Digraneskirkju

Fyrsta Alfa námskeiðið í Digraneskirkju var haldið í janúar 2001. Það hefur notið mikilla vinsælda. Góður hópur alfaliða heldur utan um námskeiðið, en sr. Magnús Björn Björnsson hefur stjórnað því frá upphafi. Nú þegar hafa um 550 manns sótt námskeiðin í Digraneskirkju. Þeir sem hafa lokið Alfa námskeiði halda gjarna áfram að hittast einu sinni í mánuði í Alfa heimahópum eða taka þátt í öðrum námskeiðum sem boðið er upp á.

  • sem leita vilja svara við spurningum um tilgang lífsins.
  • sem vilja kynna sér grundvallaratriði kristinnar trúar.
  • sem langar að velta fyrir sér hvaða gildi móta líf okkar og samfélag.
  • sem trúa.
  • sem efast
  • sem ekki trúa.

Ekkert námskeiðsgjald er á alfanámskeiðum. En kvöldverð allt námskeiðið, vinnubók og efniskostnað er fólk hvatt til að styrkja eftir efnum og ástæðum.

Alfa helgin/dagurinn greiðist sérstaklega.

Skráning er í síma 554 1620 hjá kirkjuverði Digraneskirkju eða í gegnum netfangið digraneskirkja@digraneskirkja.is.

Námskeiðið var gríðargott. Hjartalag þátttakenda er svo gott að það er gaman að vera með. Mig langar að koma aftur á Alfa námskeið.
Kristinn Jakobsson
Alfa námskeiðið skýrir vel hvað kristin trú stendur fyrir. Þakkir til allra sem að námskeiðinu stóðu.
Stella Gróa Óskarsdóttir
Ég mæli með Alfa námskeiðinu vegna mjög góðra leiðbeinenda. Leiðinlegt að námskeiðið skuli vera búið.
Guðmundur Sigurjónsson
Námskeiðið er mannbætandi.
Sigurveig Friðgeirsdóttir
Námskeiðið gerði mér gott. Þetta er frábær leið til að láta sér líða betur og svo sannarlega hefur þetta aukið skilninginn á trúnni. Takk fyrir mig.
Ágústa Birna Árnadóttir
Góð fræðsla um trúna og biblíuna. Gaman að ræða hlutina saman. Góður andi og elskulegt fólk. Maður kynnist ágætis fólki. Góð tilbreyting frá neikvæðum fréttum í fjölmiðlum að upplifa eitthvað gott og jákvætt. Mjög gott námskeið.
Anna Kristín Björnsdóttir
Ég mæli með Alfa vegna þess að án trúar er lífið tómt. Takk fyrir Alfa. Það breytti lífi mínu.
Guðmundur Hallgrímsson
Ég er sannarlega þakklát fyrir að hafa komist á þetta námskeið. Það var einmitt næsta „pússlið” í mínu lífi, passaði alveg fyrir mig.
NN
Námskeiðið fær mann til að hugsa um trúarafstöðu sína.
Guðjón Vilhjálmsson
Þetta hefur verið góð lífsreynsla. Takk fyrir mig.
Rebekka Kaaber
Takk fyrir mig.
Bára Gunnbjörnsdóttir
Ég mæli með Alfa námskeiðinu, því þetta er frábær reynsla og tækifæri til að tala af alvöru við annað fólk í sömu hugleiðingum.
Fríða Rakel Kaaber