Karlahópur

Karlar hittast annan hvern mánudag í Hjallakirkju til að ræða mál sem karlar ræða almennt ekki. Kvöldið hefst með bænastund kl 19:30 en eiginleg dagskrá hefst kl 20:00 og stendur til kl 21:30. Hópurinn er á breiðu aldursbili, menn með ólíkan bakgrunn, fjölbreytta menntun og eitt sameiginlegt einkenni, að vera tilbúnir að gefa af sér og taka við. Dagskrá fundanna er ákveðin af þátttakendum og gjarnan hefur einn framsögu um tiltekið málefni eða bókarkafla og síðan gengur umræðan hring, öllum tryggt að taka til máls en jafnframt einnig að sitja hjá. Í karlahópnum ríkir traust, gagnkvæm virðing og síðast en ekki síst umhyggja.

Nánari upplýsingar veita:

Staðsetning:

Hjallakirkja

Tímasetning:
Annan hvern mánudag kl. 20:00-21:30
Bænastund hefst kl. 19:30