Kór Hjallakirkju

Kór Hjallakirkju var stofnaður 1987. Aðalhlutverk kórsins sem skipaður er um 20 félögum, er að annast söng við helgiathafnir í Hjallakirkju.

Kórfélagar skiptast á að mæta í guðsþjónustur og helgihald og syngur hver kórfélagi að öllu jöfnu við eina guðsþjónustu í mánuði. Auk þess mætir allur kórinn tvo til þrjá sunnudaga á vetri. Einnig mæta flestir kórfélagar í nokkrar stórhátíðarguðsþjónustur á ári.

Fastur liður í starfi kórsins eru Aðventutónleikar sem eru fastir 2. sunnudag í aðventu ár hvert. Þar hefur kórinn frumflutt marga nýja texta og útsetningar og fengið til liðs við sig úrvalslið einsöngvara og hljóðfæraleikara.

Kórinn heldur vortónleika flest vor en þó er það ekki föst regla.

Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum kl. 20 frá 1. september og fram í maí. Æfingabúðir eru yfirleitt einn langur laugardagur að hausti og ein helgi utanbæjar að vori.

Kórinn hefur farið í fjórar söngferðir til útlanda. Vorið 1999 til Svíþjóðar og Danmerkur, vorið 2002 til Þýskalands, til Noregs í maí 2005, til Lundar og Malmö í Svíþjóð 2012 og til Englands 2015. Auk þessa hefur kórinn farið í nokkrar söngferðir innanlands.

Kórfélagar flytja yfirleitt kórverk eftir prédikun í messum og einnig undir altarisgöngu. Við þessi tækifæri flytur kórinn ýmist fallegar sálmaútsetningar og/eða ýmsar mótettur tilheyrandi þema dagsins og tilefninu.

Áhugasamir geta haft samband við Láru Bryndísi organista til að kanna málið í síma 698 2595 eða með tölvupósti.

Söngstjóri er Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti Hjallakirkju.

Stjórn kórsins

Stjórn Kórs Hjallakirkju skv. aðalfundi í september 2019

  • Freygerður Anna Ólafsdóttir, formaður
  • Lovísa Björk Júlíusdóttir, ritari
  • Erna Sæbjörnsdóttir, gjaldkeri
  • Anna Halldórsdóttir, meðstjórnandi
  • Margrét Jóhannsdóttir, meðstjórnandi

Geisladiskur

Nánar um diskinn