Geisladiskur með Kór Hjallakirkju

Árið 2007 kom út geisladiskur þar sem Kór Hjallakirkju í Kópavogi syngur íslenska kirkjutónlist.

Einsöngvarar með kórnum eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Snorri Wium tenór og Gunnar Jónsson bassi. Við orgelið situr Lenka Mátéová, Jóhann Stefánsson leikur á trompet og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson.

Diskurinn er hljóðritaður í Hjallakirkju í október og nóvember 2006 undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar í Studio Stemmu sem einnig annaðist hljóðblöndun. Umslag og bæklingur eru hönnuð í Litmyndum í Kópavogi.

Framhlið disksins prýðir mynd af olíumálverki sem kórfélaginn Sólveig Stefánsson málaði af Hjallakirkju af þessu tilefni.

Á disknum má finna eftirfarandi verk:

 • Í Guðs hús okkur Kristur kallar (Jón Ól. Sigurðsson og Laufey Júlíusdóttir)
 • Lofsöngur (Sigfús Einarsson og Matthías Jochumsson)
 • Góður Engill Guðs oss leiðir (Ísólfur Pálsson og Helgi Hálfdánarson)
 • Jólasálmur (Páll Ísólfsson og Freysteinn Gunnarsson)
 • Máríuvers (Páll Ísólfsson og Davíð Stefánsson. Radds.: Tuula Jóhannesson)
 • Á föstudaginn langa (Páll Ísólfsson og Davíð Stefánsson)
 • Vertu Guð faðir, faðir minn (Jakob Tryggvason og Hallgrímur Pétursson)
 • Ljósanna faðir líkna þú (Sigfús Halldórssong og Guðjón Halldórsson)
 • Beyg kné þín fólk vors föðurlands (Fjölnir Stefánsson og Matthías Jochumsson)
 • Mitt faðirvor (Árni Björnsson og Kristján frá Djúpalæk)
 • Stjarna stjörnum fegri (Sigurður Þórðarson og Magnús Gíslason)
 • Aðfangadagskvöld jóla (Sigvaldi S. Kaldalóns og Stefán frá Hvítadal. Úts. Victor Urbancinc)
 • Friður á jörðu (Árni Thorsteinsson og Guðmundur Guðmundsson. Radds. f. kór Jón G. Guðnason)
 • Til þín Drottinn hnatta og heima (Þorkell Sigurbjörnsson og Páll V. G. Kolka)
 • Te Deum laudamus (Jón Þórarinsson við latneskan lofsöng)

Diskurinn kostar 1.800 kr og fæst í Hjallakirkju.