Tónlistin í Hjallakirkju

Matthías V. Baldursson sér um allt sem viðkemur tónlistarflutningi í Hjallakirkju. Velkomið er að hafa samband við hann á netfangið matti@hjallakirkja.is ef einhverjar spurningar eru varðandi tónlistarmál.

 

Lofgjörðarhópur Hjallakirkju syngur í hinum ýmsu athöfnum kirkjunnar og hægt er að panta hann í brúðkaup, jarðafarir og aðrar athafnir. Hann skipa: Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Katrín Hildur Jónasdóttir, Kristjana Þórey Ólafsdóttir og Matthías V. Baldursson

 

Rokkkór Íslands og Lögreglukórinn syngja reglulega í messum kirkjunnar undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.