Fimmtudagur 26. nóvember 2020 kl. 15:00

Hefst 3. september. Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn. Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Við sækjum börn í 1. og 2. bekk Álfhólsskóla í frístundina í Skessuhorni og fylgjum þeim þangað aftur ef óskað er. Kirkjubíllinn sækir svo börn í frístundir Smára- og Kópavogsskóla og skilar að starfi loknu. Skráning á heimasíðu.