Skemmtilegar stundir í kirkjunum fyrsta sunnudag í aðventu

Digraneskirkja kl. 11

Krílakór, barnakór og skólakór Smáraskóla syngur fyrir okkur. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir og Gróa Hreinsdóttir spilar á flygilinn. 

Krakkarnir í 6-9 ára starfinu sýna helgileik sem þau hafa verið að æfa.

Íþrótta- og sunnudagaskólinn byrjar niðri en kemur svo upp í kirkju.

Umsjón hafa sr. Alfreð, Ágústa, Ásdís, Embla, Heiða og Sigríður Sól.

Súpa og grjónagrautur eftir stundina og krakkarnir geta skreytt piparkökur.

Hjallakirkja kl. 20

Helgistund þar sem Kósýbandið úr Keflavík flytur jólalögin og býður okkur að syngja með.

Auk þess syngjum við tvo aðventusálma með Gróu Hreinsdóttur organista, sr. Alfreð leiðir stundina.

Heitt kakó og piparkökur eftir stundina. 

28. nóvember 2024 - 13:02

Alfreð Örn Finnsson