Útleiga á Digraneskirkju

Kirkjan fylgir tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar
Digraneskirkja tekur 320 í sæti. Gæta þarf þess að það sem fram fer sé í samræmi við tilgang kirkjunnar. Auk þess má leigja kapelluna á neðri hæð.

Verðskrá:

  • Tónleikar: kr. 60.000, þar innifalin er ein æfing sem fram fer í vikunni á undan í samráði við kirkjuvörð.
  • Kirkjuvörður: 4.500 kr/klst
  • Einnig er rukkað fyrir stefgjald.

Safnaðarsalur Digraneskirkju

Safnaðarsalurinn er á efri hæð og tekur 160 manns í sæti. Hann er gjarnan leigður fyrir skírnarveislur, brúðkaup og erfidrykkjur.

Reglur um notkun salarins:

  1. Reykingar eru stranglega bannaðar.
  2. Ef tjón verða á munum kirkjunnar, þarf leigutaki að greiða fyrir það tjón.
  3. Safnaðarsalurinn er leigður á kr. 65.000.
  4. Greiða þarf sérstaklega fyrir laun starfsmanns eða starfsmanna (fer eftir fjölda gesta).
  5. Greiða þarf fyrir hreinsun á dúkum, ef þeir eru notaðir, kr. 800 pr/dúk
  6. Gæta skal góðrar umgengni í hvívetna
  7. Ef börn eru meðal gesta, biðjum við um að þau séu ekki eftirlitslaus að leik á göngum og í stiga kirkjunnar!
  8. Veittur er afsláttur af leigu salarins ef athöfnin fer fram í kirkjunni.

Kapella og fræðslusalur Digraneskirkju

Kapellan er á neðri hæð og er notuð fyrir helgihald og samverustundir á veturna.
Þar fer fram fermingarfræðslan og barna- og æskulýðsstarf ásamt ýmsum öðrum safnaðarþáttum.
Tengt kapellunni er lítill hliðarsalur sem við köllum fræðslusal. Þetta er hægt að leigja saman eða í sitthvoru lagi.

Kapellan er hentug fyrir ráðstefnur og fundi og tekur uþb. 100 manns í sæti. Þar er skjávarpi og breiðtjald.

Reglur um notkun kapellunnar:

  1. Reykingar eru stranglega bannaðar.
  2. Ef tjón verður á munum, þarf leigutaki að greiða fyrir það tjón.
  3. Kapellan er leigð á kr. 45.000.
  4. Greiða þarf sérstaklega fyrir laun starfsmanns eða starfsmanna (fer eftir fjölda gesta).
  5. Gæta skal góðrar umgengni í hvívetna
  6. Veittur er afsláttur af leigu salarins ef athöfnin fer fram í kirkjunni.
  7. Ef börn eru meðal gesta, biðjum við um að þau séu ekki eftirlitslaus að leik á göngum og í stiga kirkjunnar.