Loading...
Forsíða – aðventa og jól 2017-11-29T17:21:40+00:00

Þriðji sunnudagur í aðventu 17. desember

Jólaball sunnudagaskólans kl. 11:00.

Jólaballið hefst með helgileik og samveru í kirkjunni. Jólasveinar koma í heimsókn. Gengið í kringum jólatré. Heitt súkkulaði eftir jólaballið.

Unglingamessa og aðventustund unglingastarfsins kl. 20:00.

Góðir gestir og veitingar.

Opnunartími

Mánudaga: Lokað
Þriðjudaga – fimmtudaga: Opið 11 – 13
Föstudaga: Lokað

Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga
kl. 11-13
(og eftir nánara samkomulagi)
Tímapantanir í síma 554 1620

Vaktsími: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Aðfangadagur jóla

Jólagleði í Digraneskirkju kl. 15:00.

Fjölskyldustund með jólasálmum og jólagleði. Jólakórinn, undir stjórn Maríu Magnúsdóttur kórstjóra, leiðir söng. Góðgæti í safnaðarsalnum á eftir. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.

Aftansöngur kl. 18:00.

Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af Kammerkór Digraneskirkju. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson.

Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Einsöngvari Einar Clausen

Jóladagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14

Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið af Kammerkór Digraneskirkju.

Sr. Magnús Björn Björnsson leiðir helgihaldið og sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar.

Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.
Einsöngvari Una Dóra Þorbjörnsdóttir.

Fimmtudagurinn 29. desember

Jólastund eldri borgara Hjalla- og Digranessóknar í Digraneskirkju kl. 14:00.

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi syngur. Kórstjóri og organisti Bjartur Logi Guðnason. Eftir stundina er boðið upp á kaffi og góðgæti. Allir eru velkomnir.

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 16:00 (athugið breyttan tíma)

Einsöngur og kórsöngur Kammerkórs Digraneskirkju. Sr. Magnús Björn Björnsson leiðir helgihaldið og sr. Gunnar Sigurjónsson prédikar.

Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir.

Nýjustu fréttir

Laus staða kirkjuvarðar

Starfið er 50% starf sem er unnið þannig að það er ein vaktvika frá þriðjudegi til sunnudags. Mánudaga og föstudaga er ekki föst viðvera en getur komið til aukavinna vegna athafna sem greitt er aukalega. [...]

By | 9. október 2017 12:23|

„Aðalvélin ræst!“

Nú fer allt á fulla ferð á sunnudaginn og í framhaldi þess. Sunnudagaskólinn byrjar á sunnudaginn kl. 11 og að þessu sinni verður messan með sunnudagaskólanum í stað þess að skipta milli efri og neðri [...]

By | 28. ágúst 2017 17:10|