Fermingar 2022

Búast má við einhverjum breytingum á upplýsingum á þessari síðu.  Ekkert er því til fyrirstöðu að skrá í fermingu vorið 2022 og í fermingarfræðslu veturinn 2021/2022

Skráning

Skráning í fermingar 2022 og fermingarfræðslu 2021-2022 er  hafin. Smelltu hér fyrir neðan til að skrá.

Skrá í fermingar

Upplýsingar til fermingarbarna og foreldra

Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2022.

Kynningarfundur með foreldrum verður í haust þegar aðstæður leyfa.

Fermingarfræðslan hefst með sameiginlegu haustnámskeiði Digranes- og Hjallakirkjaprestakalls.

Þau börn sem ekki vilja né hafa tök á að taka þátt í umræddu námskeiði í ágústmánuði munu taka námskeiðsdag í janúar og vinna upp það sem ágústhóparnir unnu. Upplýsingar þar um verða tilkynntar með tölvskeyti (netföng sem tilgreind eru við skráningu).  Nánari fræðsluáætlun um námskeiðið verður aðgengileg í dagskrá.

Fermingarfræðsla 2021 – 2022

Fermingarfræðsla fer fram mánaðarlega á sunnudögum kl. 12:30 samkvæmt dagskrá. Þessir dagar verða kynntir á kynningarfundi í ágúst.

Fermingar  í Digranes- og Hjallakirkju vorið 2022:

Laugardagurinn 9. apríl í Hjallakirkju kl .11.00

Laugardagurinn 9. apríl í Hjallakirkju kl. 13.00

Sunnudagurinn 10. apríl (pálmasunnudagur) í Hjallakirkju kl. 11.00

Sunnudagurinn 10. apríl (pálmasunnudagur) í Hjallakirkju kl. 13.00

Sunnudagurinn 10. apríl (pálmasunnudagur) í Digraneskirkju kl. 11.00

Fimmudagurinn 14. apríl (skírdagur) í Digraneskirkju kl. 11.00

Dagar auglýstir síðar.

Námsefni

Skilyrt er að fermingarbörnin sæki 7-10 messur og er þess óskað að foreldrar aðstoði þau við það í messum og/eða rafrænu helgihaldi. (Hægt er að mæta 2svar í æskulýðsfélag í stað messu og 1 sinni í vatnssöfnun 4. nóvember)

Þess er vænst að foreldrar fermingarbarna mæti til skrafs og ráðagerða eftir að kennsla hefst og munu fermingarbörn færa boð um það skriflega. Þá verður rætt um fermingardaga og nánari tilhögun.

Ferming.is

Þjóðkirkjan er með heimasíðu um fermingarfræðsluna og fermingu á slóðinni www.ferming.is.

Fermingarbarnaferðalag í Vatnaskóg verður í september 2022.

Fermingarbarnaferðalagið með hópinn okkar í Vatnaskóg verður í september. Hópurinn fer frá Digraneskirkju á fimmtudegi kl. 8 og kemur aftur á föstudegi kl. 14:30 að Digraneskirkju.

Hlutur fermingarbarns í kostnaði við ferðina er kr. 10.000 en mismuninn niðurgreiðir söfnuðurinn og héraðssjóður fyrir þau börn sem eru í Þjóðkirkjunni. Greiðist fyrir brottför.

Dagskrá Vatnaskógar

Ferðalag fermingarbarna í Vatnaskóg kostar kr. 17.700 (samkvæmt upplýsingum KFUM og KFUK fyrir haustið 2019) en hlutur fermingarbarns er kr. 10.000 (söfnuðurinn og héraðssjóður prófastsdæmisins greiða hinn hlutann).

Greiðist við brottför frá kirkjunni. (Innifalin er rúta, matur og fræðsla frá starfsmönnum Vatnaskógar og kirkjunnar)

Hver er kostnaðurinn?

  • Fermingarfræðslan allan veturinn er ákvörðuð af þjónustgjaldskrá ríkisins.
  • Kyrtilgjald er leiga og stendur undir hreinsun og endurnýjun kyrtlanna.

Boðið er upp á að greiða allan kostnaðinn við skráningu eða staðfestingargjald við skráningu og afganginn síðar. Athugið að kirtilgjaldið greiðist til kirkjunnar sérstaklega.

Skýring Greiðsluleið 1
Greiða allt strax
Greiðsluleið 2
Greiða staðfestingargjald
Fullt fræðslugjald 20.777
Staðfestingargjald 10.777
Kyrtilleiga – greitt til kirkju 2.000 kr 2.000 kr
     
Greitt 1. mars 2022   10.000
Greitt við skráningu 20.777 10.777