Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn í Digranes- og Hjallaprestakalli. Við hittumst á neðri hæð Hjallakirkju á fimmtudögum frá kl. 15:30-16.30.
Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Við sækjum börn í 1./2. bekk Álfhólsskóla í frístundina í Skessuhorni og fylgjum þeim þangað aftur ef óskað er, en þá þarf barnið að vera skráð hjá okkur. Einnig er í boði fyrir börn í öðrum skólum í prestakallinu að skrá sig í kirkjubílinn, þá eru börnin sótt í frístund af leiðtogum og keyrð til baka.
Upplýsingar og skráningar fara fram hjá Hálfdáni æskulýðsfulltrúa á netfanginu halfdan@hjallakirkja.is.
Aldur:
1. – 4. bekkur
Staðsetning:
Hjallakirkja (neðri hæð)
Tímsetning:
Fimmtudagar kl. 15:30-16:30
Verð:
Frítt
Umsjón:
Hálfdán Helgi Matthíasson