Útför

Þegar einhver úr söfnuðinum deyr þá fer fram útfararathöfn og síðan greftrun í kirkjugarði. Undanfari hennar er kistulagning, sem er bænastund með aðstandendum. Einkenni útfararathafnarinnar er hin kristna von um upprisu og eilíft líf. Í trú á Jesú Krist leggjum við þau sem við kveðjum í vígða mold. Oftast eru þau sem deyja jarðsett í venjulegri kistu, en ef líkbrennsla hefur farið fram að lokinni útfararathöfninni þá er duftkerið jarðsett.

Prestar veita allar nánari upplýsingar og veita aðstendendum þá aðstoð sem þarf við undirbúning útfarar. Útfararstofur veita jafnframt mjög góða þjónustu í þessum efnum.

Velkomið að hafa samband, prestar kirkjunnar veita ráðgjöf og sálgæslu í öllum aðstæðum lífsins jafnt gleði og sorg.