Safnaðarstarf eldri borgara
Dagskrá alla þriðjudaga kl. 11:00 – 14:30 í Digraneskirkju
Öllu verði er stillt í hóf. Hádegisverður og kaffi kosta 1.000 kr.
Dagskráin er fjölbreytt. Heimsóknir, samsöngur, örtónleikar, styttri og lengri ferðir auk helgistunda er brot af því sem gert er. Sr. Alfreð Örn Finnsson, hefur umsjón með starfinu ásamt Margréti Loftsdóttur, organista og matráð kirkjunnar. Gott samstarf er við Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimin er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11. Umsjón með leikfiminni hefur Fannar Karvel, íþróttafræðingur.
Kirkjubíllinn sækir eldri borgara heim að dyrum á þriðjudögum. Panta þarf far kl. 9 um morguninn. Farið kostar kr. 500 fram og til baka.
Starfsemi meðal eldri borgara í sókninni hófst þegar eftir vígslu kirkjunnar 25. september 1994.
Opið hús er alla þriðjudaga yfir veturinn frá kl. 11 og fram eftir degi.
Staðsetning:
Digraneskirkja
Tímasetning:
Þriðjudagar kl. 11:50 – 14:30
Hádegisverður og kaffi:
1.000 kr
Akstursþjónusta:
S: 554-1620
(panta á þriðjudögum kl. 9)
500 kr fram og til baka
Dagskrá þriðjudaga
Tímasetning | Dagskrá |
---|---|
11:00 | Leikfimi ÍAK (Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi). Kennari Fannar Karvel Steindórsson. |
11:50 | Léttur hádegisverður |
12:30 | Helgistund í umsjá presta eða leikmanna. Örtónleikar í umsjá organistans. |
13:15 – 14:30 | Samverustund þar sem fram fer margþætt menningarstarfsemi ýmist í umsjá hópsins eða gesta. Henni lýkur með kaffisopa. |
Á fimmtudögum er einnig leikfimi kl. 11:00 og stutt fyrirbænastund í kirkjunni strax að henni lokinni.
Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir.