Dagskrá jólanna í Digranes- og Hjallakirkju

Helgihaldið um jól og áramót fer ýmist fram í Digraneskirkju eða Hjallakirkju. Sjá dagskrána hér fyrir neðan.

Aðfangadagur jóla 24. desember

Digraneskirkja

Jólagleði kl. 15
Fjölskyldustund með jólasálmum og jólagleði. Góðgæti í safnaðarsalnum á eftir.
Prestur sr. Helga Kolbeinsdóttir

Aftansöngur kl. 18
Kammerkór Digraneskirkju
Prestur: sr. Gunnar Sigurjónsson
Organisti: Sólveig Sigríður Einarsdóttir
Einsöngvarar: Einar Clausen & Ásdís Arnalds

Hjallakirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 18
Prestar: sr. Sunna Dóra Möller og sr. Bolli Pétur Bollason
Organisti: Matthías V Baldursson

Gítar: Friðrik Karlsson

Einsöngvarar: Hlöðver Sigurðsson og Kristjana Þórey Ólafsdóttir

Jóladagur 25. desember

Hjallakirkja

Kertaljósastund í Hjallakirkju klukkan 14.
Jólasöngvar og kertaljós.
Stundina annast sr. Helga Kolbeinsdóttir og Matthías V. Baldursson, organisti. Lofgjörðarhópur kirkjunnar syngur.

Þriðjudagur 28. desember

Digraneskirkja

Jólastund eldri borgara kl. 14

Vönduð dagskrá. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi annast um sönginn.
Eftir stundina er boðið upp á kaffi og ýmislegt góðgæti. Allir eru velkomnir.

Gamlársdagur 31. desember

Hjallakirkja

Hátíðarguðsþjónusta kl. 16
Sr. Sunna Dóra Möller og Matthías Baldursson annast stundina. Friðrik Karlsson leikur á gítar og Lofgjörðarhópur kirkjunnar leiðir sönginn.

Sunnudagur 2. janúar 2021

Messufall