Hjónavígsla

Hjónavígsla nefnist sú athöfn þegar brúðhjón ganga til kirkju til þess að biðja Guð að blessa hjúskap sinn.

Það sem greinir kirkjulega hjónavígslu frá borgaralegri er fyrst og fremst ákveðin afstaða brúðhjónanna til kristinnar trúar.

Þetta er kristin hjúskaparstofnun. Þess vegna verður a.m.k. annað brúðhjónanna að tilheyra Þjóðkirkjunni og gert er ráð fyrir því að ef hjónin eignast börn að þau verði alin upp í kristinni trú. Kirkjubrúðkaup er því grundvöllur að kristnu heimili.

Meginregla er að kirkjubrúðkaup fari fram í kirkju. Í það minnsta skulu vera viðstaddir tveir vottar, eða svaramenn, en oftast eru það fleiri, úr söfnuðinum eða fjölskyldum brúðhjónanna.

Heimild er fyrir því að giftingarathöfn geti farið fram á heimili eða utanhúss.

Hér má lesa meira um hjónavígsluna á heimasíðu þjóðkirkjunnar.

Athöfnin í kirkjunni

Kirkjuleg hjónavígsla er gjarnan svona:
  1. Forspil (algengast brúðarmars Wagners) – Hlusta á Youtube
  2. Bæn og ávarp
  3. Sálmur
  4. Ritningarlestur (sjá ritningartexta)
  5. Sálmur fyrir hjónavígslu
  6. Hjónavígslan
  7. Sálmur eða tónlist eftir hjónavígslu
  8. Eftirspil (algengast brúðarmars e. Mendelsohn) – Hlusta á Youtube

Brúðhjón, svaramenn og aðrir sem koma að athöfninni þurfa að vera komin til kirkju amk. 30 mín fyrir athöfn.

Tónlistin

Algengustu sálmarnir eru sálmar 262263 eða 264
Aðrir sálmar: 590716 eða 717

Auk þess kemur vel til greina:

og svo margt margt fleira.

Gott er að hafa í huga að tónlist sem er viðeigandi í hjónavígslunni þarf ekki að hæfa í veislunni og öfugt.

Formsatriðin

Þegar ráðgera skal kirkjulega hjónavígslu er skynsamlegast að hafa eftirfarandi í huga:

Tala við prestinn tímanlega

Mikilvægt er að hafa sem fyrst samband við prestinn svo ákveða megi bæði dag og tímasetningu hjónavígslunnar.
Sýslumaður gengur frá Könnunarvottorðinu (könnun á hjónavígsluskilyrðum). Hægt er að ganga frá því rafrænt og afhenda presti fyrir athöfnina.

Undirbúa athöfnina með prestinum og organista

Velja með þeim tónlist og flytjendur og setja umgjörð athafnarinnar sem kirkjulega athöfn.

Prestar og organistar bera ábyrgð á tónlistinni við allar kirkjuathafnir samkvæmt tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar.

Ákveða með prestinum æfingu fyrir hjónavígsluna

Æfingin er gjarnan tveim dögum fyrir vígslu (á fimmtudegi ef athöfnin er á laugardegi).

Á æfinguna er komið með vottorð um hjúskaparstöðu frá Hagstofunni. Það má ekki vera meira en 30 daga gamalt frá vígsludegi.

Prestar þjóðkirkjunnar eru vígslumenn að lögum einungis þegar annað hjónaefna eða bæði tilheyra þjóðkirkjunni (sbr. innri reglur þjóðkirkjunnar IX.5)