Gjaldskrá
Kirkjuvarsla við skírnarathafnir: 10.000kr og brúðkaupsathafnir 15.000kr.
Viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands
Gildir frá 3. febrúar 2022
Greiðsla ferðakostnaðar skal miðast við almennt akstursgjald ríkisstarfsmanna skv. gildandi auglýsingu ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins og vera í samræmi við þau viðmið sem fram koma í 2. mgr. þessarar greinar. Þéttbýli skv. 2. mgr. telst vera þar sem íbúar eru 4.000 eða fleiri en dreifbýli þar sem þeir eru færri.
- Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í þéttbýli sé að hámarki 24 km.
- Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í dreifbýli sé að hámarki 60 km.
- Akstur vegna greftrunar í þéttbýli sé 12 km. Við bætast 12 km ef kistulagning er sérstök athöfn og enn fremur ef prestur kemur að frágangi duftkers í grafreit.
- Aksturskostnaður vegna greftrunar í dreifbýli sé að hámarki 1/3 af kostnaði vegna þóknunar prests skv. gjaldskrá, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 155/2005.
Ferðakostnað prests vegna skírnar og hjónavígslu greiðir sá sem beiðist verksins, sbr. a. og b. liði. Presti ber að upplýsa greiðendur fyrirfram um ferðakostnað. Ekki skal greiða ferðakostnað vegna fermingar.