Sunnudagaskólinn

Þú ert hér: ://Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn 2016-11-19T11:04:17+00:00

Sunnudagaskólinn í Digraneskirkju er starfræktur samhliða messunum kl.11:00. Sunnudagaskólinn hentar öllum börnum á aldrinum fjögra til átta ára en yngri börn eru að sjálfsögðu velkomin í fylgd með foreldrum eða öðrum.

Í sunnudagaskólanum kynnast börnin sögunum af Jesú og læra söngva og bænir sem styðja við trúarlíf þeirra. Áhersla er lögð á virkni barnanna. Sunnudagaskólinn skiptist í 30 mínútna samveru í kapellu og aðra 30 mínútna samveru í fræðslusal eða annars staðar eftir því sem við á. Því nú í haust verður unnið með ýmis þemu, þar sem börnin fá að kynnast Guði og Biblíunni á skapandi og skemmtilegan hátt. Samverunni lýkur á sama tíma og messunni og þá getur verið kjörið að taka þátt í súpumáltíðinni í safnaðarsalnum.

Tófa er mætt í sunnudagaskólann

Starfsfólk sunnudagaskólans

Eline, Hugrún, Sara, sr. Magnús og sr. Gunnar.

Dagskrá sunnudagaskólans