Dagskrá vikunnar í Samfélaginu

Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!

Digraneskirkja þriðjudagur 15. apríl

Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, boðið verður upp á fiskibollur og meðlæti.

Helgistund kl. 12.30, Eftir helgistund stjórna sr. Helga og sr. Hildur páskabingó, í boði verða

skemmtilegir vinningar. Auk þess má treysta á kaffi og góða mola.

Hjallakirkja miðvikudagur 16. apríl

Bænastund kl. 12 og Fiskur á föstu.

Eftir bænastundina spjallar Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV við hópinn.

Fiskmáltíð, kaffi, molar og spjall. Prjónasamvera kl. 13.

 

14. apríl 2025 - 09:44

Alfreð Örn Finnsson