
Dagskrá vikunnar í Samfélaginu
Samfélagið er fyrir fólk á öllum aldri, verið velkomin!
Digraneskirkja þriðjudagur 29. apríl
Leikfimi í kapellunni kl.11. Hádegisverður kl. 12, Linda og Stefán útbúa fiskrétt og meðlæti.
Helgistund kl. 12.30. Guðrún Sigurðardóttir leiðir stundina ásamt Kristjáni Hrannari organista. En
prestar kirkjunnar verða á sama tíma á prestastefnu.
Okkar eigin Kristín Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur heldur spennandi erindi um störf sín á erlendri grundu.
Kaffi, molar og samfélag.
Hjallakirkja miðvikudagur 30. apríl
Bænastund kl. 12 og hádegisverður.
Kaffi, molar og spjall. Prjónasamvera kl. 13.
28. apríl 2025 - 08:43
Alfreð Örn Finnsson