Digraneskirkja
🔹Jazzmessa kl. 11
Kristján Hrannar Pálsson organisti leiðir hljómsveit & sálmasöng í sveiflu. Einnig verða flutt nýir jazzsálmar frá Danmörku í íslenskri þýðingu Kristjáns. Birgir Steinn Theodórsson leikur á kontrabassa og Óskar Kjartansson á trommur. Helga Bragadóttir prestur þjónar fyrir altari.

🔹Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11

Þrautabraut, leikur, söngur & bænir. Umsjón hafa Ágústa, Jakob & Kristján.

Súpa & kaffi eftir stundirnar.

 

Hjallakirkja
🔹Guðsþjónusta kl. 20
Félagar úr Karlakór Kópavogs leiða sönginn. Kristján Hrannar Pálsson er organisti & Hildur Sigurðardóttir prestur þjónar.

Kaffi, molar & spjall eftir stundina.

7. maí 2025 - 10:27

Helga Bragadóttir