Eins og eflaust margir vita, hefur Gróa Hreinsdóttir organisti, píanóleikari og kórstjóri m. m. látið af störfum í sumar, vegna aldurs.
Auglýst var eftir nýjum organista og kórstjóra og nokkrar umsóknir bárust.
Kristján Hrannar Pálsson, organisti, hefur verið ráðinn við Digranes- og Hjallakirkju sem organisti kirknanna. Hann hefur þegar starfað þar um nokkurn tíma.
Helga Margrét Marzellíusardóttir kórstjóri og tónlistarkona, hefur verið ráðin til starfa sem kórstjóri fyrir Digranes- og Hjallakirkju.
Við bjóðum þau hjartanlega velkomin og hlökkum til samstarfsins. 🩵

6. ágúst 2025 - 12:21

Helga Bragadóttir