Samfélagið í Digranes- og Hjallakirkju fer aftur af stað eftir sumarfríð þriðjudaginn 2. september.

Digraneskirkja – Þriðjudagur 2. september kl. 11-14.15

Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegisverður en boðið verður upp á fiskibollur að hætti mömmu sem Stefán og Linda matreiða. Sr. Hildur leiðir helgistund og Gróa Hreinsdóttir kemur í heimsókn og heldur uppi stuðinu og stýrir samsöng. 

Hjallakirkja – miðvikudagur 3. september kl. 12-14

Bænastund kl. 12 – hádegisverður, kaffi og spjall – prjónasamvera.

Digraneskirkja – fimmtudagur 4. september kl. 11-12.15

Leikfimi í kapellun kl. 11, bænastund, léttur hádegisverður og spjall.

Verið velkomin!

28. ágúst 2025 - 10:45

Alfreð Örn Finnsson