Kórstarf verður blómlegt í Digranes- og Hjallakirkju í vetur.

Hljóðfall

Nýstofnaður kór, Hljóðfall, leitar að reynslumiklu söngfólki til að takast á við fjölbreytt og krefjandi kórverkefni.

Barnakórar

Einnig leita barnakórarnir Hljóðpísl og Hljóðkútar áhugasamra og söngelskra barna.

Kórstjóri er Helga Margrét Marzellíusardóttir og skráning fer fram á Abler.

Samsöngur

Seinasta mánudag hvers mánaðar frá 17:00 til 18:00 verður svo samsöngur í Digraneskirkju undir stjórn Kristjáns Hrannars, organista. Þangað eru öll velkomin.

 

29. ágúst 2025 - 14:51

Alfreð Örn Finnsson