Samfélagið í Digranes- og Hjallakirkju eru samverustundir fyrir fullorðna, góður matur og félagsskapur.

Digraneskirkja – Þriðjudagur 30. september kl. 11-14.15

Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegisverður kl. 12, gúllas, kartöflumús og hrísgrjón að hætti Lindu og Stefáns.

Helga Margrét og sr. Alfreð leiða helgistund.

Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur kemur í heimsókn og flytur fræðandi fyrirlestur.

Hjallakirkja – miðvikudagur 1. október kl. 12-14

Bænastund kl. 12, Sr. Bára Friðriksdóttir leiðir stundina en prestar kirknanna eru
í fermingarferð í Vatnaskógi þessa vikuna – hádegisverður, kaffi og spjall – prjónasamvera.

Digraneskirkja – fimmtudagur 2. október kl. 11-12.15

Leikfimi í kapelluni kl. 11, bænastund, umsjón hefur Guðrún Sigurðardóttir, djákni og kirkjuhaldari,
léttur hádegisverður og spjall.

Digraneskirkja – föstudagur 3. október kl. 11

Hugarró og orkuflæði, umsjón hefur Sigurlaug Guðmundsdóttir.

Verið velkomin!

29. september 2025 - 10:55

Alfreð Örn Finnsson