Samfélagið í Digranes- og Hjallakirkju eru samverustundir fyrir fullorðna, góður matur og félagsskapur.

Digraneskirkja – Þriðjudagur 21. október kl. 11-14.15

Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegisverður kl. 12, Linda og Stefán reiða fram indverskan kjúklingarétt, hrísgrjón, salat og naan brauð.

Eftir helgistund kemur Heimir Hannesson samskiptastjóri Biskupsstofu í heimsókn. Hann segir frá störfum Biskups og ýmsar sögur enda sögumaður góður.

Hjallakirkja – miðvikudagur 22. október kl. 12-14

Bænastund kl. 12, hádegisverður, kaffi, spjall og prjónasamvera.

Digraneskirkja – fimmtudagur 23. október kl. 11-12.15

Leikfimi í kapelluni kl. 11, bænastund, léttur hádegisverður og spjall.

Digraneskirkja – föstudagur 24. október kl. 11

Hugarró og orkuflæði, umsjón hefur Sigurlaug Guðmundsdóttir.

Verið velkomin!

 

20. október 2025 - 09:23

Alfreð Örn Finnsson