
Þriðjudaginn 28. október förum við í heimsókn á Bessastaði.
Dagskráin verður að öðru leyti hefðbundin.
Leikfimi kl. 11, hádegismatur og helgistund.
Linda og Stefán bjóða upp á kjúklingasúpu og nýbakað brauð. Kaffi og góðir molar áður en við förum með rútu á Bessastaði. Lagt verður af stað um kl. 13.
Ókeypis er í ferðina en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á digraneskirkja@digraneskirkja.is en einnig er hægt að hringja í síma 554-1620.
25. október 2025 - 13:49
Alfreð Örn Finnsson

