Næstkomandi miðvikudag, þann 5. nóvember, ætlum við að hafa „Jól í skókassa“ verkefnið okkar.

Hjallakirkja verður opin á milli kl. 16.og 18, gengið inn niðri. 

Þau sem vilja, geta komið með skókassana sína fullbúna til okkar og skilað þeim, en þeir sem vilja frekar, geta undirbúið kassana hjá okkur. Við getum útvegað skókassa og jólapappír. Skókassarnir eru fyrir börn á aldrinum 3-6 ára, 7-10 ára 11-14 ára eða 15 -18 ára. Ákveða þarf hvort þið viljið senda stelpu eða strák. 

Eftirfarandi er æskilegt að fari í kassann, a.m.k. einn hlutur úr hverjum flokki: 

Hreinlætisvörur, t.d. tannbursti, tannkrem eða sápa. 

Föt, t.d. húfa, vettlingar eða sokkar. 

Sælgæti. 

Leikfang. 

Skóladót (blýantur, penni, strokleður o.s.frv.) 

Það sem má alls ekki fara í kassann er: 

Illa farnir eða mikið notaðir hlutir. 

Matvara. 

Stríðsleikföng, t.d. gervibyssur, stríðskallar og hnífar.

Vökvar, t.d. sjampó eða krem. 

Lyf, t.d. vítamín eða hálsbrjóstsykur. 

Brothættir hlutir. 

Spilastokkar (þar sem það tengist fjárhættuspilum í Úkraínu). 

Einnig er hægt að setja mynd af gefanda, nafn og heimilisfang eða netfang í skókassann. 

Með hverri gjöf þurfa að fylgja 1000 krónur fyrir sendingarkostnaði. 

 

 

 

3. nóvember 2025 - 11:15

Hildur Sigurðardóttir