
Samfélagið í Digranes- og Hjallakirkju eru samverustundir fyrir fullorðna, góður matur og félagsskapur.
Digraneskirkja – Þriðjudagur 25. nóvember kl. 11-14.15
Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegisverður kl. 12, boðið verður upp á lasagne ásamt góðum eftirrétti.
Joachim B. Schmidt, rithöfundur kemur í heimsókn og segir frá bókum sínum. Nýjasta bók hans er
skáldsaga byggð á ævi Jóns Magnússonar eða Ósmanns ferjumanns í Skagafirði.
Hjallakirkja – miðvikudagur 26. nóvember kl. 12-14
Bænastund kl. 12, hádegisverður, kaffi, spjall og prjónasamvera.
Digraneskirkja – fimmtudagur 27. nóvember kl. 11-12.15
Leikfimi í kapelluni kl. 11, bænastund, léttur hádegisverður og spjall.
Digraneskirkja – föstudagur 28. nóvember kl. 11
Hugarró og orkuflæði, umsjón hefur Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Verið velkomin!
24. nóvember 2025 - 10:26
Alfreð Örn Finnsson

