
Digraneskirkja
▪️Aðventuhátíð fjölskyldunnar kl. 11
Barnakórar Digranes- og Hjallakirkju, Hljóðpísl og Hljóðkútar ásamt Barnakór og Skólakór Smáraskóla syngja.
Ásta Magnúsdóttir, Helga Margrét og Kristján Hrannar leiða tónlistina.
Börn úr 6-9 ára starfi kirkjunnar sýna leikrit.
Alfreð prestur og Tinna Rós hafa umsjón.
Grjónagrautur og krakkarnir fá að skreyta piparkökur eftir stundina.
Athugið að Íþrótta- og sunnudagaskólinn verður í kirkjunni að þessu sinni.
Hjallakirkja
▪️Messa kl. 20
Hljóðfall nýstofnaður kór Digranes- og Hjallakirkju syngur undir stjórn Helgu Margrétar kórstjóra.
Kristján Hrannar annast meðleik. Alfreð prestur þjónar.
Piparkökur, Kaffi og djús eftir messu.
Verið velkomin!
26. nóvember 2025 - 13:45
Alfreð Örn Finnsson

