
Samfélagið í Digranes- og Hjallakirkju eru samverustundir fyrir fullorðna, góður matur og félagsskapur.
Digraneskirkja – Þriðjudagur 2. desember kl. 11-14.15
Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegisverður kl. 12, á borðum verður spænskur saltfiskur með
sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk og ólífum.
Eftir helgistund förum við í rútuferð á Kjarvalsstaði. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á
digraneskirkja@digraneskirkja.is eða hringja í s.554-1620.
Rúta, leiðsögn um safnið ásamt kaffisopa krónur 5000 (hægt verður að greiða með posa). Auk þess
kostar 1500 kr. inn á safnið en þeir sem eru með Menningarkort fá frítt inn.
Hjallakirkja – miðvikudagur 3. desember kl. 12-14
Bænastund kl. 12, hádegisverður, kaffi, spjall og prjónasamvera.
Digraneskirkja – fimmtudagur 4. desember kl. 11-12.15
Leikfimi í kapelluni kl. 11, bænastund, léttur hádegisverður og spjall.
Digraneskirkja – föstudagur 5. desember kl. 11
Hugarró og orkuflæði, umsjón hefur Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Verið velkomin!
30. nóvember 2025 - 22:30
Alfreð Örn Finnsson

