Mánudaginn 15. desember bjóðum við upp á fræðslu, stuðning og samveru í aðdraganda jólanna. 

Mörg okkar upplifa erfiða tíma fyrir jólin vegna missis vina eða ástvina og viljum við sýna að við erum til staðar. 

Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur flytur erindi. Prestar kirknanna verða á staðnum.  

Hugljúfir tónar og kaffi og spjall eftir stundina. 

 

9. desember 2025 - 16:04

Hildur Sigurðardóttir