Sunnudaginn 14. desember kl. 13.30 er prests-og djáknavígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík. 

Guðrún okkar sem er Kópavogsbúum og sóknarbörnum Digranes- og Hjallakirkju vel kunnug og hefur starfað í kirkjunum í dágóðan tíma vígist til djákna. Guðrún mun bætast í hóp vígðra þjóna kirknanna og breikka þjónustu við sóknarbörn Digranes- og Hjallakirkju.

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgadóttir vígir. Vígsluþegar eru Hilda María Sigurðardóttir, sem vígist til prestsþjónustu í Stykkishólmsprestakalli Vesturlandsprófastsdæmi og Guðrún Gyðu Sigurðardóttir sem vígist til djáknaþjónustu í Digranes- og Hjallaprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.  Vígsluvottar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir, María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Gunnar Eiríkur Hauksson, Ívar Valbergsson, Alfreð Örn Finnsson, Bryndís Malla Elídóttir og Sveinn Valgeirsson.

Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Við óskum Guðrúnu til hamingju!

14. desember 2025 - 10:18

Alfreð Örn Finnsson