Samfélagið í Digranes- og Hjallakirkju eru samverustundir fyrir fullorðna, góður matur og félagsskapur.

Jólastemning í Samfélaginu þessa vikuna

Digraneskirkja – Þriðjudagur 16. desember kl. 11-14.15

Leikfimi í kapellunni kl. 11, hádegisverður kl. 12.

Jólahlaðborð, boðið verður upp á ýmsa forrétti og í aðalrétt verður kalkúnn og reykt svínakjöt.

Í eftirrétt verður terta ásamt ris a la mande og kaffi. Fyrir herleigheitin þarf að greiða 3000 krónur.

Hljómsveit skipuð þeim Birgi Steini, Helgu Margréti og Kristjáni Hrannari flytur ljúfa tóna.

Guðrún Sigurðardóttir nývígður djákni safnaðarins les jólasögu og við förum í pakkaleik (taka með lítinn

pakka).

Hjallakirkja – miðvikudagur 17. desember kl. 12-14

Bænastund kl. 12, eftir stundina verður boðið upp á jólahlaðborð. Helga Margrét og Kristján Hrannar

flytja tónlist.Kaffi, spjall og prjónasamvera.

Digraneskirkja – fimmtudagur 18. desember kl. 11-12.15

Leikfimi í kapelluni kl. 11, bænastund, léttur hádegisverður og spjall.

Digraneskirkja – föstudagur 19. desember kl. 11

Hugarró og orkuflæði, umsjón hefur Sigurlaug Guðmundsdóttir.

Verið velkomin!

15. desember 2025 - 09:34

Alfreð Örn Finnsson