Í dag, föstudaginn 2. nóvember, hefst Biblíumaraþon í Digraneskirkju. Maraþonið hefst kl. 17:00 og verður lesið úr nýju Biblíuþýðingunni í 24 klst samfleytt, eða til kl. 17 á morgun. Það eru unglingar í æskulýðsfélaginu Meme sem lesa. Þau eru búin að vera að safna áheitum fyrir lestrinum og mun ágóðinn renna í ferðasjóð krakkanna fyrir ferð á Evrópumót KFUM í Prag á næsta ári.

2. nóvember 2007 - 12:49

Guðmundur Karl Einarsson